Þrisvar ofsafengin framkoma

Þóroddur Hjaltalín.
Þóroddur Hjaltalín. mbl.is/Golli

Tveir leikmenn voru í gær úrskurðaðir í þriggja leikja bann fyrir „ofsafengna framkomu“ eins og það er orðað í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ.

Um eru að ræða tvo leikmenn Afríku í 4. deild karla í knattspyrnu, Bartlomiej Broda og Lukman Abidoye, en þeir voru reknir af velli í 10:1-tapi Afríku fyrir Hvíta riddaranum á dögunum. Þá var félagið sektað um 10 þúsund krónur.

Þeir voru þó ekki einu leikmenn 4. deildar sem fengu bann fyrir ofsafengna framkomu, því Richard Már Guðbrandsson, leikmaður Úlfanna, fékk tveggja leikja bann með þeim rökstuðningi eftir rautt spjald í tapi fyrir KM.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »