Selfoss tók toppsætið af Leikni

Selfoss er komið í toppsætið.
Selfoss er komið í toppsætið. Ljósmynd/Selfoss fótbolti

Selfoss er komið í toppsæti 2. deildar karla í fótbolta eftir 3:1-sigur á Fjarðabyggð á útivelli á Eskifirði í dag.

Hvroje Tokic kom Selfossi yfir í fyrri hálfleik áður en Þór Llorens Þórðarson og Adam Örn Sveinbjörnsson bættu við í seinni hálfleik. Guðjón Máni Magnússon skoraði sárabótarmark fyrir Fjarðabyggð í blálokin. 

Leiknir á Fáskrúðsfirði var í toppsætinu fyrir umferðina, en Leiknismenn urðu að sætta sig við 0:2-tap fyrir Víði Garði á útivelli. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Atli Freyr Ottesen Pálsson og Ari Steinn Guðmundsson í seinni hálfleik og tryggðu Víði sigur. Leiknir er í öðru sæti með 22 stig og Víðir í fjórða sæti með 19 stig. 

Vestri er í þriðja sæti með 21 stig eftir 1:0-sigur á Völsungi á heimavelli. Zoran Plazonic skoraði sigurmarkið á 63. mínútu úr vítaspyrnu. Völsungur er í níunda sæti með 17 stig. 

Þá vann ÍR 2:0-sigur á Tindastóli á heimavelli. Gylfi Steinn Guðmundsson kom ÍR yfir á 27. mínútu og Gunnar Óli Björgvinsson bætti við marki á 45. mínútu og þar við sat. 

Einn leikur fór fram í deildinni í gær. Dalvík/Reynir vann 2:1-heimasigur á KFG í Boganum á Akureyri. Pálmi Heiðmann Birgisson og Númi Kárason skoruðu mörk Dalvíkur/Reynis og Frans Sigurðsson gerði mark KFG. 

Staðan er 2. deild karla.
Staðan er 2. deild karla. mbl.is
mbl.is