Ungur en jarðbundinn Íslandsmeistari

Finnur Tómas í baráttu við KA-mannin Elfar Árni Aðalsteinsson.
Finnur Tómas í baráttu við KA-mannin Elfar Árni Aðalsteinsson. mbl.is/Hari

Þótt margir setji sig í alls kyns spámannsstellingar í aðdraganda Íslandsmótsins í knattspyrnu, og telji sig geta séð margt fyrir, þá verða alltaf ýmis atriði sem koma á óvart.

Fyrir þetta keppnistímabil sá líklega enginn fyrir að miðvarðapar KR megnið af sumrinu yrðu hinn 18 ára gamli Finnur Tómas Pálmason og Arnór Sveinn Aðalsteinsson sem leikið hefur sem bakvörður stærstan hluta ferilsins.

Stóðu þeir vaktina vel og samstarfið var nógu farsælt til þess að KR er orðið Íslandsmeistari þegar tvær umferðir eru enn eftir. Finnur steig sín fyrstu spor á Íslandsmótinu þetta sumarið og hefur leikið fimmtán leiki í deildinni. Morgunblaðið hafði samband við Finn í gær og ræddi við hann um sumarið og hans frammistöðu. Finnur tók það rólega í fagnaðarlátunum á mánudagskvöldið og var mættur í tíma snemma í gærmorgun en hann er á þriðja ári í Verzlunarskólanum.

„Þetta var snilld,“ sagði Finnur, spurður um upplifunina að verða Íslandsmeistari, en KR tryggði sér titilinn eins og fram hefur komið með 1:0 sigri á Val á Hlíðarenda. „Þessu fylgdi einnig smá léttir því það hafði tekið okkur smá tíma að klára dæmið. Frekar erfið fæðing eftir að við höfðum komið okkur í mjög góða stöðu í deildinni. Eins og Óskar (Örn Hauksson fyrirliði KR) sagði þá var þetta næststærsti völlurinn til að vinna titilinn á. Því var geggjað að verða meistari á Valsvellinum þótt ég hefði alveg verið til í að vinna á KR-vellinum.“

Finnur fékk tækifæri þegar meiðsli og leikbönn herjuðu á varnarmenn KR snemma í sumar og hann sleppti ekki takinu af miðvarðarstöðunni eftir það, ef frá er talinn stuttur tími þegar hann glímdi við ökklameiðsli sem reyndust ekki alvarleg. Þegar KR undirbjó sig fyrir keppnistímabilið síðasta vetur, var Finnur þá með væntingar til þess að komast í byrjunarliðið í sumar?

Sjá allt viðtalið við Finn Tómas á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert