Ísland fellur um fimm sæti á FIFA-listanum

Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Moldóvu.
Byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Moldóvu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fellur um fimm sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem gefinn var út í morgun.

Ísland er í 41. sæti á heimslistanum og af Evrópuþjóðum eru Íslendingar í 23. sæti. Af Norðurlandaþjóðunum eru Danir efstir eða í 14. sæti, Svíar eru í 18. sæti, Íslendingar í 41. sæti, Norðmenn í 47. sæti, Finnar í 54. sæti og Færeyingar eru í 109. sæti.

Efstu þjóðir á FIFA-listanum

1. Belgía
2. Frakkland
3. Brasilía
4. England
5. Portúgal
6. Úrúgvæ
7. Spánn
8. Króatía
9, Kólumbía
10. Argentína
11. Sviss
12. Mexíkó
13. Holland
14. Danmörk
15. Ítalía
16. Þýskaland
17. Síle
18. Svíþjóð
19. Perú
20. Senegal

Sjá allan FIFA-listann

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert