Aron Einar gekkst undir aðgerð

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson gekkst undir aðgerð á Aspetar-sjúkrahúsinu í Katar í morgun. Al Arabi, félagið sem Aron Einar leikur með, greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni.

Aron Einar varð fyrir meiðslum í leik með Al Araki á föstudagskvöldið og í ljós kom um helgina að liðbönd í ökkla Arons slitnuðu.

Ekki liggur ljóst fyrir hversu Aron Einar verði lengi frá keppni en ólíklegt er að hann verði með íslenska landsliðinu í næsta mánuði þegar það mætir Tyrklandi og Moldóvu í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM.

mbl.is