Skagamenn losa sig við spænskan framherja

Gonzalo Zamorano tókst ekki að skora í 20 deildarleikjum með …
Gonzalo Zamorano tókst ekki að skora í 20 deildarleikjum með ÍA. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Spænski framherjinn Gonzalo Zamorano mun ekki leika með ÍA á næsta tímabili eftir að hann og félagið komust að samkomulagi um starfslok. Zamorano lék með Hugin og Víkingi Ólafsvík áður en hann gekk í raðir ÍA fyrir síðasta tímabil. 

Zamorano skoraði 26 mörk í 42 leikjum með Hugin og Víkingi, en hann skoraði ekki eitt einasta mark í 20 leikjum í úrvalsdeildinni síðasta sumar. 

„KFÍA vill þakka Gonzalo fyrir hans störf fyrir félagið og óskar honum velfarnaðar,“ segir í frétt á heimasíðu ÍA. 

Þar kemur einnig fram að Spánverjinn hafi áhuga á að vera áfram á Íslandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert