Æfir með Val í algjörri óvissu

Brynjar Hlöðversson í leik með Leikni R. gegn ÍA.
Brynjar Hlöðversson í leik með Leikni R. gegn ÍA. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Ég er farinn frá HB og nú er algjör óvissa,“ sagði knattspyrnumaðurinn Brynjar Hlöðversson í samtali við Morgunblaðið í gær.

Brynjar hefur yfirgefið HB í Færeyjum eftir tvö ár hjá félaginu. Hann segir koma til greina að vera áfram í færeysku deildinni. „Ég er ekki búinn að loka á neitt. Mér leið rosalega vel úti,“ sagði Brynjar. Hann æfir hjá Val sem stendur en á ekki von á samningstilboði frá félaginu, þrátt fyrir að Heimir Guðjónsson, sem var þjálfari hans hjá HB, sé tekinn við liðinu.

Brynjar lék áður allan sinn feril með Leikni í Reykjavík og var fyrirliði liðsins áður en hann fór til Færeyja.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert