Kvennaliðin orðin þrjátíu talsins

Nýtt kvennalið Hamars fyrir fyrsta æfingaleikinn í vetur.
Nýtt kvennalið Hamars fyrir fyrsta æfingaleikinn í vetur. Ljósmynd/Facebook-síða Hamars

Liðum í 2. deild kvenna í knattspyrnu, og þar með á Íslandsmóti meistaraflokks kvenna í heild sinni, fjölgar um þrjú frá síðasta ári. Tíu lið leika í deildinni í ár í stað 27 á síðasta ári og þar með eru meistaraflokkslið kvenna á landinu orðin þrjátíu talsins í þremur deildum.

Hamar í Hveragerði og HK í Kópavogi senda í fyrsta skipti meistaraflokk kvenna til keppni en HK hefur undanfarna tvo áratugi verið með sameiginlegt lið með Víkingi í Reykjavík. Víkingur tekur sæti HK/Víkings í 1. deildinni. Þá verður Fram með kvennalið á nýjan leik eftir nokkurra ára hlé en Framarar voru með síðast 2016 og tefldu síðan fram sameiginlegu liði með Aftureldingu 2017 og 2018.

Liðin tíu í 2. deild kvenna eru því eftirtalin:

Álftanes, Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir, Fram, Grindavík, Hamar, Hamrarnir, HK, ÍR, Leiknir R. og Sindri.

Grindavík og ÍR féllu úr 1. deildinni en þangað fóru í staðinn lið Völsungs og Gróttu.

mbl.is