Jafnt hjá íslensku stelpunum

Byrjunarlið Íslands á Írlandi í dag.
Byrjunarlið Íslands á Írlandi í dag. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U17 ára landslið kvenna í fótbolta gerði í dag jafntefli við Írland ytra í vináttuleik, 2:2, en leikið var í Waterford. Ísland komst tvisvar yfir, en í bæði skiptin náðu þær írsku að jafna. 

Valskonan Amanda Jacobsen Andradóttir skoraði fyrra mark íslenska liðsins á 14. mínútu og Stjörnukonan Aníta Ýr Þorvaldsdóttir gerði seinna markið á 55. mínútu. 

Liðin mætast aftur í Waterford á sunnudaginn.

Byrjunarlið Íslands: 

Aníta Ólafsdóttir 

Jakobína Hjörvarsdóttir

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir 

Mikaela Nótt Pétursdóttir

Bergþóra Sól Ásmundsdóttir

Hildur Lilja Ágústsdóttir

Þórdís Katla Sigurðardóttir

Amanda Jacobsen Andradóttir

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir

María Catharina Ólafsd. Gros

Bryndís Arna Níelsdóttir

mbl.is