Grótta semur við tvo leikmenn

Bjarki Leósson gerði tveggja ára samning við Gróttu.
Bjarki Leósson gerði tveggja ára samning við Gróttu. Ljósmynd/Grótta

Grótta hefur styrkt sig fyrir átökin í efstu deild karla í knattspyrnu þar sem þeir Ágúst Freyr Hallsson og Bjarki Leósson hafa skrifað undir tveggja ára samninga við félagið. 

Ágúst, betur þekktur sem Áki, er 26 ára framherji sem kemur frá ÍR en hann á að baki 112 meistaraflokksleiki. Hann hefur m.a. spilað fyrir ÍR, Leikni R. og HK en í sumar spilaði hann 22 leiki fyrir ÍR og skoraði í þeim átta mörk.

Bjarki Leósson þekkir vel til Gróttu, en hann kom að láni frá KR í fyrra og spilaði 15 leiki fyrir Gróttu áður en hann hélt í háskólaboltann í Bandaríkjunum í ágúst. Bjarki er 22 ára varnarmaður sem var mikilvægur hlekkur í Gróttuliðinu síðasta sumar.

Ágúst Freyr Hallsson er kominn til Gróttu.
Ágúst Freyr Hallsson er kominn til Gróttu. Ljósmynd/Grótta
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert