Garðbæingar í sóttkví

Anna María Baldursdóttir og liðsfélagar hennar í Stjörnunni eru komnar …
Anna María Baldursdóttir og liðsfélagar hennar í Stjörnunni eru komnar í sóttkví. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvennalið Stjörnunnar í knattspyrnu er komið í sóttkví vegna kórónuveirunnar en liðið sneri heim úr æfingaferð frá Spáni í gær. Alls hafa tæplega 7.800 manns greinst með veiruna á Spáni og þar af eru 288 látnir vegna hennar. Spánn er það Evrópuland sem hefur lent næstverst í veirunni á eftir Ítalíu.

Fyrir viku voru aðeins 589 greind tilfelli á Spáni og veiran hefur því dreift sér hratt um landið. Fimmtán daga útgöngubann tók gildi á Spáni í dag en í gær var Spánn flokkaður sem hááhættusvæði hjá sóttvarnalækni og því voru allir sem voru að koma frá landinu í gær skikkaðir í sóttkví.

Kvennalið Stjörnunnar leikur í efstu deild en keppni í Pepsi Max-deildinni á að hefjast í lok apríl. KSÍ frestaði öllum leikjum innan sambandsins um mánuð á föstudaginn síðasta og því allskostar óvíst hvort keppni í Íslandsmótinu mun hefjast á tilsettum tíma. Eins og sakir standa heimsækir Stjarnan Þór/KA í 1. umferð Íslandsmótsins 1. maí næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert