Geir nýr framkvæmdastjóri ÍA

Geir Þorsteinsson er orðinn framkvæmdastjóri ÍA.
Geir Þorsteinsson er orðinn framkvæmdastjóri ÍA. mbl.is/Árni Sæberg

Geir Þorsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA á Akranesi. Geir hefur starfað sem framkvæmdastjóri hjá KR og þá var hann framkvæmdastjóri KSÍ í áratug og formaður í áratug til viðbótar frá 1997 til 2017. 

„Eftir áhugaverð störf að knattspyrnumálum utan Íslands er gott að vera kominn aftur í íslenska boltann. Knattspyrnufélag ÍA er leiðandi félag í íslenskri knattspyrnu sem stefnir á toppinn. Ég hlakka til að takast á við krefjandi áskoranir í góðu samstarfi við félagsmenn og stuðningsmenn ÍA,“ er haft eftir Geir á heimasíðu ÍA. 

Geir, sem hefur setið í nefndum fyrir UEFA frá 1998 og FIFA frá 2007, tekur við af Sigurði Þór Sigursteinssyni og óskaði ÍA honum alls hins besta á nýjum vettvangi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert