Myndin af landsliðstreyjunni mistök

Guðni Bergsson og Björn Gulden með bláa treyju. Myndin var …
Guðni Bergsson og Björn Gulden með bláa treyju. Myndin var birt á heimasíðu íþróttavöruframleiðandans. Ljósmynd/Puma

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir sambandið nú íhuga að flýta kynningu á nýju merki og nýjum búningi landsliðsins eftir að mynd birtist á heimasíðu íþróttavöruframleiðandans Puma sem sýndi nýja búninginn.

KSÍ tilkynnti um samninginn við Puma í morgun og var þar tekið fram að merkið og búningurinn yrðu tilkynnt síðar í sumar. „Puma er risafyrirtæki, einn af stærstu íþróttavöruframleiðendum heims, og það voru greinilega einhver mistök þar innanhús hjá þeim,“ sagði Klara í samtali við Viðskiptablaðið í dag.

Planið var að við ætluðum að opinbera nýja merkið um miðjan júní og við vorum að undirbúa það, svo þetta náttúrulega kom okkur algerlega í opna skjöldu. Við vorum búin að setja upp ákveðna tímalínu sem er alveg ljóst að er núna í uppnámi svo við erum að endurhugsa það,“ bætti hún við og staðfesti jafnframt að nýja merkið sýndi landvættina fjóra.

Klara Bjartmarz.
Klara Bjartmarz. mbl.is/Golli
mbl.is