11. sæti karla: Grótta

Gróttumenn slógu heldur betur í gegn á síðasta ári þegar …
Gróttumenn slógu heldur betur í gegn á síðasta ári þegar þeir unnu 1. deildina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gróttu er spáð ellefta sætinu í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu árið 2020 í spá Árvakurs sem birt var í Morgunblaðinu í gær.

Grótta varð óvæntur sigurvegari í 1. deild á síðasta tímabili og leikur nú í fyrsta skipti í sögunni í efstu deild. Þjálfari liðsins er Ágúst Þór Gylfason en hann tók við af Óskari Hrafni Þorvaldssyni eftir síðasta tímabil.

Í Morgunblaðinu í dag, 10. júní, er fjallað um lið Gróttu og möguleika þess á komandi keppnistímabili.

Grótta þreytir frumraun sína í efstu deild með leik gegn Breiðabliki á Kópavogsvellinum sunnudagskvöldið 14. júní. Fyrsti heimaleikurinn er gegn Val laugardaginn 20. júní og Grótta sækir síðan Fylki heim mánudagskvöldið 29. júní.

Lið Gróttu 2020 - númer, nafn, fæðingarár, leikir/mörk í efstu deild:

MARKVERÐIR:
  1 Hákon Rafn Valdimarsson - 2001 - 0/0
12 Jón Ívan Rivine - 1996 - 0/0
33 Theodór Árni Mathiesen - 1997 - 0/0

VARNARMENN:
  2 Arnar Þór Helgason - 1996 - 0/0
  3 Bjarki Leósson - 1998 - 0/0
  4 Bjarni Rögnvaldsson - 1996 - 0/0
  5 Patrik Orri Pétursson - 2000 - 0/0
13 Daði Már Patrekur Jóhannsson - 2001 - 0/0
15 Halldór Kristján Baldursson - 1994 - 0/0
16 Kristófer Melsted - 1999 - 0/0
20 Karl Friðleifur Gunnarsson - 2001 - 3/0
22 Ástbjörn Þórðarson - 1999 - 11/1
23 Dagur Guðjónsson - 1997 - 0/0
24 Leifur Þorbjarnarson - 1996 - 0/0

MIÐJUMENN:
  6 Sigurvin Reynisson - 1995 - 0/0
  8 Júlí Karlsson - 1996 - 0/0
21 Óskar Jónsson - 1997 - 0/0
25 Valtýr Már Michaelsson - 1998 - 4/0
26 Gabríel Hrannar Eyjólfsson - 1999 - 0/0
27 Gunnar Jónas Hauksson - 1999 - 0/0
28 Grímur Ingi Jakobsson - 2003 - 0/0
29 Óliver Dagur Thorlacius - 1999 - 2/0
30 Bessi Jóhannsson - 1996 - 0/0

SÓKNARMENN:
  7 Pétur Theódór Árnason - 1995 - 0/0
  9 Axel Sigurðarson - 1998 - 5/0
10 Kristófer Orri Pétursson - 1998 - 0/0
11 Sölvi Björnsson - 1999 - 0/0
14 Ágúst Freyr Hallsson - 1994 - 0/0
17 Agnar Guðjónsson - 1997 - 0/0
18 Kjartan Kári Halldórsson - 2003 - 0/0
19 Axel Freyr Harðarson - 1999 - 0/0

Bjarni, Leifur og Theodór Árni hefja tímabilið með Kríu, varaliði Gróttu í 4. deild.

Komnir:
  4.6. Karl Friðleifur Gunnarsson frá Breiðabliki (lán)
  3.6. Ástbjörn Þórðarson frá KR (lék með Gróttu 2019)
  5.3. Axel Sigurðarson frá KR (lék með Gróttu 2019)
  5.3. Bjarki Leósson frá KR (lék með Gróttu 2019)
29.2. Ágúst Freyr Hallsson frá ÍR
16.10. Gabríel Hrannar Eyjólfsson frá KV (úr láni)
16.10. Gunnar Jónas Hauksson frá Vestra (úr láni)
16.10. Jón Ívan Rivine frá KV (úr láni)

Farnir:
16.10. Halldór J. S. Þórðarson í Víking R. (úr láni)
Orri Steinn Óskarsson í FC København (Danmörku)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert