7. sæti karla: KA

KA-menn náðu fimmta sætinu í fyrra með frábærum endaspretti.
KA-menn náðu fimmta sætinu í fyrra með frábærum endaspretti. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA er spáð 7. sætinu í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu árið 2020 í spá Árvakurs sem birt var í Morgunblaðinu í gær.

KA hafnaði í fimmta sæti deildarinnar á síðasta tímabili. Félagið hefur einu sinni orðið Íslandsmeistari en það var árið 1989. Þjálfari liðsins er Óli Stefán Flóventsson sem tók við liðinu fyrir síðasta tímabil.

Í Morgunblaðinu í dag, 10. júní, er fjallað um lið KA og möguleika þess á komandi keppnistímabili.

KA heimsækir ÍA í fyrstu umferð deildarinnar sunnudaginn 14. júní. Fyrsti leikurinn á Akureyri er gegn Víkingi laugardaginn 20. júní en KA mætir síðan Stjörnunni á útivelli 28. júní.

Lið KA 2020 - númer, nafn, fæðingarár, leikir/mörk í efstu deild:

MARKVERÐIR:
  1 Aron Dagur Birnuson - 1999 - 13/0
12 Kristijan Jajalo - 1993 - 53/0

VARNARMENN:
  2 Haukur Heiðar Hauksson - 1991 - 63/3
  3 Mikkel Qvist - 1993 - 0/0
  6 Hallgrímur Jónasson - 1986 - 75/5
13 Ottó Björn Óðinsson - 2001 - 0/0
16 Brynjar Ingi Bjarnason - 1999 - 12/0
17 Ýmir Már Geirsson - 1997 - 23/1
19 Birgir Baldvinsson - 2001 - 1/0
22 Hrannar Björn Bergmann - 1992 - 58/2
29 Adam Örn Guðmundsson - 2001 - 0/0

MIÐJUMENN:
  4 Rodrigo Gómez - 1989 - 46/1
  5 Ívar Örn Árnason - 1996 - 10/0
  7 Almarr Ormarsson - 1988 - 213/38
14 Andri Fannar Stefánsson - 1991 - 117/2
27 Þorri Mar Þórisson - 1999 - 2/0
77 Bjarni Aðalsteinsson - 1999 - 7/0

SÓKNARMENN:
10 Hallgrímur Mar Bergmann - 1990 - 80/26
11 Ásgeir Sigurgeirsson - 1996 - 56/16
15 Jibril Abubakar - 2000 - 0/0
18 Áki Sölvason - 1999 - 2/0
20 Gunnar Örvar Stefánsson - 1994 - 0/0
21 Nökkvi Þeyr Þórisson - 1999 - 17/2
23 Steinþór Freyr Þorsteinsson - 1985 - 106/8
25 Angantýr Máni Gautason - 2000 - 0/0
30 Sveinn Margeir Hauksson - 2001 - 0/0
33 Guðmundur Steinn Hafsteinsson - 1989 - 128/31

Áki og Angantýr hefja tímabilið í láni hjá Dalvík/Reyni í 2. deild.

Komnir:
16.6. Guðmundur Steinn Hafsteinsson frá Koblenz (Þýskalandi) (lék með Stjörnunni 2019)
11.6. Jiril Abubakar frá Midtjylland (Danmörku) (lán)
27.2. Mikkel Qvist
 frá Horsens (Danmörku) (lán)
22.2. Gunnar Örvar Stefánsson frá Magna
22.2. Rodrigo Gómez frá Grindavík
15.2. Angantýr Máni Gautason frá Magna (lánaður í Dalvík 6.6.)
16.10. Áki Sölvason frá Magna (úr láni - lánaður í Dalvík 6.6.)
16.10. Ottó Björn Óðinsson frá Magna (úr láni)
16.10. Sveinn Margeir Hauksson frá Dalvík/Reyni (úr láni)
16.10. Þorri Mar Þórisson frá Keflavík (úr láni)

Farnir:
22.2. Ólafur Aron Pétursson í Þór (var í láni hjá Magna)
22.2. Sæþór Olgeirsson í Völsung
22.2. Tómas Veigar Eiríksson í Magna (lán) (var í láni hjá KF)
14.1. David Cuerva í Khon Kaen (Taílandi)
10.1. Iousu Villar í Mérida (Spáni)
10.1. Alexander Groven í Hönefoss (Noregi)
18.10. Yankuba Colley í Hawks (Gambíu)
16.10. Torfi Tímoteus Gunnarsson í Fjölni (úr láni)
Callum Williams hættur
Elfar Árni Aðalsteinsson meiddur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert