Leiknir endurheimtir sóknarmann

Kristófer Páll Viðarsson í leik með Leikni F.
Kristófer Páll Viðarsson í leik með Leikni F. mbl.is/Golli

Kristófer Páll Viðarsson knattspyrnumaður frá Fáskrúðsfirði er kominn á ný í raðir uppeldisfélagsins, Leiknis, sem lánsmaður frá Keflavík.

Kristófer skoraði grimmt fyrir Leikni á árunum 2014 til 2016 og gerði tíu mörk fyrir liðið þegar það hélt sér óvænt í 1. deildinni 2016. Hann hefur síðan leikið með Fylki, Selfossi og síðast Keflavík en missti alveg af síðasta tímabili vegna meiðsla.

Á heimasíðu Leiknis kemur fram að Kristófer muni á morgun frá tímabundin félagaskipti frá Keflavík, sem geti kallað hann til baka í síðari félagaskiptaglugga tímabilsins.

mbl.is