Þurftum að fara í gegnum nokkra veggi

Grótta og HK gerðu 4:4-jafntefli á Seltjarnarnesinu um helgina.
Grótta og HK gerðu 4:4-jafntefli á Seltjarnarnesinu um helgina. mbl.is/Sigurður Unnar

Ágúst Þór Gylfason, knattspyrnuþjálfari Gróttu, ræddi við Valtý Björn Val­týs­son í út­varpsþætt­in­um Mín skoðun á Sport FM í gær. Var þar helst til umræðu ótrúlegur átta marka leikur nýliðanna gegn HK um helgina en liðin skildu jöfn, 4:4. Ágúst horfði einnig fram á veginn og segist bjartsýnn fyrir framhaldið.

„Við virðum stigið og virðum það að dómarar gera mistök. Við skorum líka fjögur mörk, það er margt jákvætt hægt að taka úr þessum leik,“ sagði Ágúst en Gróttumenn sóttu sitt fyrsta stig í leiknum og eru á botni deildarinnar eftir fyrstu fjórar umferðirnar.

 „Við þurftum að fara í gegnum nokkra veggi. Fyrst og fremst er að skora mörk til að vinna leiki og númer tvö var að fá fyrsta stigið. Við erum komin með þau og búin að ná hrollinum úr okkur,“ sagði Ágúst en samtalið í heild sinni má hlusta á með því að smella á tengilinn hér að ofan.

Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Gróttu.
Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Gróttu. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert