Dramatískur sigur Vestra

Vestramenn eru komnir með tvo sigra í röð.
Vestramenn eru komnir með tvo sigra í röð. mbl.is/Íris

Vestri vann sinn annan sigur í röð í Lengjudeild karla í fótbolta er liðið fékk Þrótt frá Reykjavík í heimsókn á Olísvöllinn á Ísafirði, 1:0. 

Viðar Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið á 90. mínútu og tryggði Vestramönnum dramatískan sigur, en liðið vann 1:0-útisigur á Þór frá Akureyri í síðustu umferð. 

Vestri er í sjöunda sæti með sjö stig, en Þróttur er án stiga, eins og Magni. Hefur Þróttur aðeins skorað eitt mark í sumar. 

mbl.is