Eyjamenn gerðu góða ferð til Akureyrar

Stúkan var tóm þegar Brynjar Ingi Bjarnason úr KA og …
Stúkan var tóm þegar Brynjar Ingi Bjarnason úr KA og Jonathan Glenn úr ÍBV áttust við á Greifavellinum í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

ÍBV er komið áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta eftir 3:1-útisigur á KA í kvöld. Leikur ÍBV í Lengjudeildinni, 1. deild, og KA í Pepsi Max-deildinni, úrvalsdeild. 

Spánverjinn José Sito kom ÍBV yfir strax á 8. mínútu, en tólf mínútum síðar var Hallgrímur Mar Bergmann búinn að jafna. Ekki voru fleiri mörk skoruð í venjulegum leiktíma og því varð að framlengja. 

Víðir Þorvarðarson kom ÍBV yfir á áttundu mínútu framlengingarinnar og enski framherjinn Gary Martin gulltryggði 3:1-sigur ÍBV með marki í blálokin og þar við sat. 

mbl.is