Brasilíumaðurinn hjá Fram eftirsóttur

Fred er orðaður við lið í efstu deild.
Fred er orðaður við lið í efstu deild. mbl.is/Íris

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Fred er eftirsóttur af liðum í efstu deild en hann er á sínu þriðja tímabili með Fram í 1. deildinni. Fylkir, FH, ÍA og Valur hafa öll sýnt Fred áhuga samkvæmt Fótbolta.net

Fred er 23 ára og getur hann leyst af flestar stöður framarlega á vellinum. Hefur hann skorað átta mörk í ellefu leikjum í sumar. Verður Fred samningslaus eftir tímabilið. 

Fred hefur leikið 59 leiki í deild og bikar hér á landi og skorað í þeim 23 mörk. Fram er sem stendur í fjórða sæti Lengjudeildarinnar og í baráttu um sæti í efstu deild. 

mbl.is