Leiknir komst á toppinn

Sævar Atli Magnússon skoraði sigurmarkið í dag.
Sævar Atli Magnússon skoraði sigurmarkið í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Leiknir úr Reykjavík er kominn í toppsæti Lengjudeildar karla í knattspyrnu eftir 1:0-sigur á Magna á Grenivíkurvelli í dag.

Fyrirliðinn Sævar Atli Magnússon skoraði sigurmark Leiknismanna á 40. mínútu úr vítaspyrnu og er Leiknir nú með 33 stig á toppnum eftir 17 leiki.

Framarar eiga leik til góða, taka á móti Grindavík í Safamýrinni á morgun, en eru sem stendur í öðru sæti á markatölu. Þá er Keflavík í 3. sæti með 31 stig en hefur aðeins spilað 15 leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert