Dani yfirgaf völlinn í sjúkrabíl

Andreas Olsen er hér borinn inn í sjúkrabíl á Laugardalsvelli. …
Andreas Olsen er hér borinn inn í sjúkrabíl á Laugardalsvelli. Kasper Schmeichel markvörður horfir áhyggjufullur á. mbl.is/Jóhann Ingi

Andreas Olsen, leikmaður danska landsliðsins í knattspyrnu, var fluttur af Laugardalsvelli í sjúkrabíl eftir að hafa farið meiddur af velli í leiknum gegn Ísland í kvöld. Danir unnu leikinn 3:0.

Olsen, sem kom inn sem varamaður á 66. mínútu, lenti í samstuði við Sverri Inga Ingason í uppbótartíma og virtist sárþjáður. Hann fékk aðhlynningu sjúkraþjálfari í drykklanga stund, var að lokum borinn af velli og svo fluttur frá Laugardalnum í sjúkrabíl.

Olsen var að spila sinn annan landsleik fyrir Danmörku en hann þreytti frumraun sína í vináttuleik gegn Færeyjum á miðvikudaginn og skoraði þar mark. Hann er tvítugur og spilar með Bologna á Ítalíu.

https://www.mbl.is/sport/efstadeild/2020/10/11/danskur_sigur_i_laugardal/

Andreas Olsen er hér borinn inn í sjúkrabíl á Laugardalsvelli.
Andreas Olsen er hér borinn inn í sjúkrabíl á Laugardalsvelli. mbl.is/Jóhann Ingi
mbl.is