Kominn í landsliðið á ný eftir Íslandsævintýrið

Phil Foden á Laugardalsvelli.
Phil Foden á Laugardalsvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Phil Foden hefur verið kallaður upp í landsliðshóp Englands í fyrsta skipti síðan hann var sendur heim frá Íslandi eftir brot á sóttvarnarlögum ásamt Mason Greenwood. Greenwood er hins vegar ekki í hópnum.

Gareth Southgate landsliðsþjálfari tilkynnti 29 manna hóp fyrir vináttuleik við Írland 12. nóvember og Þjóðadeildarleiki við Belgíu og Ísland 15. og 18. nóvember.

Kalvin Phillips leikmaður Leeds missir af verkefninu vegna meiðsla og þá er Harvey Barnes ekki lengur í hópnum.

Enski hópurinn:

Markverðir: Dean Henderson, Jordan Pickford, Nick Pope.

Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold, Ben Chilwell, Conor Coady, Eric Dier, Joe Gomez, Reece James, Michael Keane, Harry Maguire, Ainsley Maitland-Niles, Tyrone Mings, Bukayo Saka, Kieran Trippier, Kyle Walker.

Miðjumenn: Phil Foden, Jordan Henderson, Mason Mount, Declan Rice, James Ward-Prowse, Harry Winks.

Framherjar: Tammy Abraham, Dominic Calvert-Lewin, Jack Grealish, Harry Kane, Marcus Rashford, Jadon Sancho, Raheem Sterling.

mbl.is