Yfirþjálfari beggja landsliðanna?

Lars Lagerbäck stýrði síðast landsliði Noregs frá 2017 til ársins …
Lars Lagerbäck stýrði síðast landsliði Noregs frá 2017 til ársins 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flest bendir til þess að tvær landsliðsþjálfarastöður séu á lausu í íslenska fótboltanum.

Í nóvember lá fyrir að Erik Hamrén myndi hætta með karlalandslið Íslands eftir að því mistókst að komast á EM 2021.

Kvennalandsliðið tryggði sér sæti á EM 2022 síðasta þriðjudag en atburðarásin í kjölfarið virðist nú hafa leitt til þess að KSÍ sé farið að svipast um eftir eftirmanni Jóns Þórs Haukssonar.

Á sama tíma er Íslandsvinurinn Lars Lagerbäck skyndilega á lausu eftir að Norðmenn þurftu ekki lengur á kröftum hans að halda. Hann hefur strax verið orðaður við sitt gamla starf sem hann sinnti frá 2012 til 2016 með frábærum árangri.

Þegar málin voru rædd við eldhúsborðið heima lagði betri helmingurinn til að Lars yrði ráðinn aftur til KSÍ en núna sem þjálfari kvennalandsliðsins.

Hann væri búinn að sjá allt og gera allt en þarna fengi hann skemmtilega áskorun.

Bakvörðinn má sjá í heil sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert