Fylkir nær í nýjan markvörð

Tinna Brá Magnúsdóttir er komin til Fylkis.
Tinna Brá Magnúsdóttir er komin til Fylkis. Ljósmynd/Fylkir

Tinna Brá Magnúsdóttir sem hefur varið mark Gróttu síðustu tvö ár er gengin til liðs við Fylki og hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Árbæjarfélagsins.

Tinna er aðeins sextán ára gömul en lék samt alla 17 leiki Gróttu í 1. deildinni á síðasta keppnistímabili, og fimm leiki í 2. deildinni árið 2019. Hún hefur enn fremur leikið einn leik með U17 ára landsliði Íslands og þrjá með U15 ára landsliðinu.

Henni er væntanlega ætlað að fylla skarð Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur markvarðar Fylkis sem að öllum líkindum er á leið í atvinnumennsku innan tíðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert