Heiðar Helguson til Kórdrengja

Heiðar Helguson var kjörinn íþróttamaður ársins 2011.
Heiðar Helguson var kjörinn íþróttamaður ársins 2011. mbl.is

Dalvíkingurinn Heiðar Helguson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, er lagstur á árarnar Kórdrengjum sem leika í næstefstu Íslandsmótsins í knattpyrnu í sumar. 

Kórdrengir tilkynntu á Facebooksíðu liðsins að Heiðar sé orðinn hluti af þjálfarateymi liðsins en ekki var það útskýrt nánar.

Heiðar er fæddur árið 1977 og hætti í atvinnumennskunni árið 2013 og lagði þá skóna á hilluna. Hann hefur ekki fengist mikið við þjálfun eftir að ferlinum lauk en býr að mikilli reynslu sem atvinnumaður og landsliðsmaður og hann er markahæsti íslenski knattspyrnumaðurinn á erlendri grundu en hann skoraði 133 mörk fyrir erlend félög á ferlinum.

Kórdrengir hafa aðeins tekið þátt í Íslandsmótinu í fjögur ár og hafa á þeim tíma unnið sig upp úr 4. deild upp í 1. deild. Framvöllurinn í Safamýri var þeirra heimavöllur í 2. deildinni í fyrra en í ár munu þeir spila heimaleiki sína á gervigrasvelli Leiknismanna í Efra-Breiðholti.

mbl.is