Fylkir fær fyrrverandi leikmann Arsenal og West Ham

Fylkismenn fagna marki gegn Stjörnunni í síðasta mánuði.
Fylkismenn fagna marki gegn Stjörnunni í síðasta mánuði. Ljósmynd/Árni Torfason

Knattspyrnudeild Fylkis hefur samið við enska framherjann Jordan Brown um að spila með liðinu næstu tvö tímabilin.

Brown kemur í Árbæinn frá þýska liðinu Aalen sem spilar í D-deilinni þar í landi en hann er 24 ára Englendingur sem hóf ferilinn hjá akademíu Stórliðsins Arsenal, var þar frá 2005 til 2013. 

Þaðan fór hann til nágrannaliðsins West Ham en Brown á einn leik fyrir Lundúnaliðið, í Evrópudeildinni árið 2015. Þaðan fór hann til Hannover 96 í Þýskalandi en Brown hefur einnig spilað í Tékklandi og Kanada.

mbl.is