Blikakonur tóku sér tíma í að leggja Þór/KA

Agla María Albertsdóttir á fleygiferð á Kópavogsvelli í dag.
Agla María Albertsdóttir á fleygiferð á Kópavogsvelli í dag. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Lengi vel stóð Þór/KA í Blikakonum í Kópavoginum í dag þegar síðustu leikið í 3. Umferð efstu deildar kvenna í fótbolta fór fram en Blikar þolinmæði og seigla skilaði Kópavogsliðinu loks 3:1 sigri.

Segja má að liðin hafi bæði sótt af krafti en munurinn lá í að Blikakonur byggðu upp sínar sóknir, með góðu samspili og yfirvegað en gestirnir frá Akureyri sóttu hratt af krafti. 

Á  sjöttu mínútu átti Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir gott skot af vítateigslínu eftir góðan sprett með vörn Þórs/KA á eftir sér og skaut yfir Hörpu Jóhannsdóttur í markinu, boltinn fór í slánna, datt niður og skoppaði út á völl.  Að mati dómara ekki mark en frekar ljóst að boltinn fór inn.  Allir samt slakir og engin mótmæli.    Liðin áttu síðan nokkur ágæt færi en á 32. Mínútu komu gestirnir engum vörnum við þegar Agla María Albertsdóttir skallaði í mark af stuttu færi frábæra sendingu Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur.   Aðeins þremur mínútum síðar kom aftur þversending, nú frá Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur og Tiffany McCarty skallaði af stuttu færi en glæsilega varið hjá Hörpu í marki gestanna.  Á 43. Mínútu kom síðan enn önnur sendingin frá hægri, Tiffany skallar af stuttu færi en aftur vel Harpa glæsilega.

Enn hélt Harpa að verja skallabolta frá Blikakonum en kom engum vörnum við á 51. Mínútu Agla María tók aukaspyrnu við vinstra vítateigshornið og tókst að þruma undir Hörpu í markinu.  Blikar komnir í 2:0 en aðeins fimm mínútum síðar minnkaði Sandra Nabweteme muninn þegar hún skaut í varnarmann Blika svo að boltinn fór í stöng og inn.  Gott skot og gott mark en frekar gegn gangi leiksins því sóknir Blika þyngdust stöðugt.  Eitthvað varð undan að láta og á 61. Mínútu kom Tiffany heimakonum í 3:1 með skalla af stuttu færi eftir þversendingu Hafrúnar Rakel Halldórsdóttur.  Það sem eftir lifði leiks virtust Blikakonur saddar svo Þór/KA var jafnmikið inni í leiknum.

 Sigurinn kemur Breiðabliki upp í 3. Sæti deildarinnar, með Val og Selfoss fyrir ofan sig en Þór/KA er eftir sem áður í 7. Sæti deildarinnar með 3 stig eftir þrjá leiki. 

Breiðablik 3:1 Þór/KA opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is