Fimm breytingar á byrjunarliði Íslands

Sveindís Jane Jónsdóttir kemur inn í liðið.
Sveindís Jane Jónsdóttir kemur inn í liðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Byrjunarlið Íslands gegn Írlandi í vináttuleik kvenna í fótbolta hefur verið opinberað. Þorsteinn Halldórsson gerir fimm breytingar á liðinu frá 3:2-sigrinum á sama andstæðingi síðasta föstudag. 

Cecilía Rán Rúnarsdóttir kemur inn í markið í staðinn fyrir Söndru Sigurðardóttur og Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir koma inn í bakvarðarstöðurnar í staðinn fyrir Elísu Viðarsdóttur og Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur. 

Þá kemur Sveindís Jane Jónsdóttir í staðinn fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur á kantinn og Berglind Björg Þorvalsdóttir kemur inn í framherjastöðuna fyrir Elínu Mettu Jensen. 

Byrjunarlið Íslands: 

Markvörður: Cecilía Rán Rúnarsdóttir

Varnarmenn: Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir. 

Miðjumenn: Alexandra Jóhannsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir

Sóknarmenn: Sveindís Jane Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir

mbl.is