Kristinn var bestur í deildinni í júlí

Kristinn Jónsson í leik KR og Fylkis á dögunum en …
Kristinn Jónsson í leik KR og Fylkis á dögunum en Kristinn fékk tvö M fyrir frammistöðu sína þar. mbl.is/Unnur Karen

Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður KR-inga, var besti leikmaður júlímánaðar í úrvalsdeild karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Kristinn var annar tveggja leikmanna í deildinni sem fengu fimm M samtals í einkunn hjá blaðinu í júlímánuði en hinn var Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur.

KR-ingar fengu tíu stig í fjórum leikjum í deildinni í júlí og Kristinn var mjög atkvæðamikill í stöðu vinstri bakvarðar en hann fékk tvö M í einkunn í tveimur þeirra.

Nikolaj Hansen, sóknarmaður Víkings, er í þriðja sinn í úrvalsliði mánaðarins og er eini leikmaðurinn sem hefur verið valinn í byrjunarlið þess í öll þrjú skiptin, í maí, júní og júlí. 

KR fékk 29 M í júlí, Keflavík 25, Víkingur 23, Leiknir 19, Valur 17, Breiðablik 15, Fylkir 15, HK 15, FH 14, KA 14, ÍA 14 en Stjarnan fékk aðeins 7 M í júlí.

Úrvalslið júlímánaðar hjá Morgunblaðinu, byrjunarlið ásamt sjö varamönnum, má sjá í blaðinu í dag ásamt viðtali við Kristin Jónsson

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert