Agla María best og Ólöf efnilegust

Agla María Albertsdóttir í Evrópuleik Breiðablks og Osijek.
Agla María Albertsdóttir í Evrópuleik Breiðablks og Osijek. mbl.is/Kristinn Magnússon

Leikmenn úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, kusu Öglu Maríu Albertsdóttur, kantmann Breiðabliks, leikmann ársins í deildinni 2021.

Agla María var næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 12 mörk en hún er komin með liði sínu í úrslitaleik bikarkeppninnar og í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, framherji úr Þrótti í Reykjavík, var valin efnilegasti leikmaður deildarinnar og Arnar Ingi Ingvarsson var valinn dómari ársins. Þremenningarnir fengu viðurkenningar sínar í Pepsi Max-stúkunni, uppgjörsþætti á Stöð 2 Sport, á laugardagskvöldið en frá þessu er greint á vef KSÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert