Kári ósáttur við fótboltalandsliðið

Kári Kristján Kristjánsson var ósáttur við leikmenn íslenska fótboltalandsliðsins.
Kári Kristján Kristjánsson var ósáttur við leikmenn íslenska fótboltalandsliðsins. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, var ósáttur við leikmenn íslenska landsliðsins í fótbolta í aðdraganda leiksins við Armeníu í undankeppni HM á Laugardalsvelli í gærkvöldi.

Kári var ósáttur við að leikmenn sungu ekki með þjóðsöngnum fyrir leik. Þá var hann sérstaklega ósáttur við fyrirliðann Birki Bjarnason. „Fyrirliðinn eins og stytta!“ skrifaði Kári m.a. á Facebook.

„Kann enginn helvítis þjóðsönginn? Og eitt gerpið að japla á tyggjói á meðan,“ skrifaði Kári sömuleiðis. Viðar Halldórsson, prófessor við Háskóla Íslands, tók undir með Kára.

„Algjörlega sammála Kári! Rannsókn frá EM í fótbolta 2016 sýndi að liðin sem sungu með þjóðsöngnum stóðu sig betur en hin. Stemningin skiptir heldur betur máli. Að syngja þjappar fólki saman og dregur úr yfirspennu. Þetta vitið þið úr handboltanum,“ skrifaði Viðar.

Byrjunarlið Íslands í gær.
Byrjunarlið Íslands í gær. mbl.is/Unnur Karen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert