Elín Metta verður ekki með

Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elín Metta Jensen, miðherji Íslandsmeistara Vals, verður ekki með íslenska landsliðinu í knattspyrnu sem mætir Tékklandi og Kýpur í undankeppni HM. 

Elín Metta dró sig út úr landsliðshópnum vegna meiðsla. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari hefur valið Selmu Sól Magnúsdóttur úr Breiðabliki í stað Elínar. 

Selma Sól Magnúsdóttir.
Selma Sól Magnúsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ísland mætir Tékklandi á föstudag og Kýpur á þriðjudag en báðir leikirnir verða á Laugardalsvelli. 

mbl.is