Reikna með því að málið verði fellt niður

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins.
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumennirnir Aron Einar Gunnarson og Eggert Gunnþór Jónsson munu ekki tjá sig að sinni um meint kynferðisbrot sem átti sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010. Þetta kom fram í tilkynningu sem lögmaður Arons Einars sendi mbl.is núna rétt í þessu.

Aron Einar og Eggert Gunnþór fóru í skýrslutöku hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrr í vikunni í tengslum við rannsókn á málinu en RÚV greindi fyrst frá í dag.

Ævar Pálmi Pálma­son, yf­ir­maður kyn­ferðis­brota­deild­ar, sagði í sam­tali við RÚV að rann­sókn á of­beld­is­broti sem kom upp í Kaup­manna­höfn fyr­ir ell­efu árum síðan miði vel en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frek­ar um málið.

„Skjólstæðingar okkar hafa þegar lýst yfir sakleysi sínu og hafa nú loksins fengið að segja formlega frá sinni hlið í skýrslutöku hjá lögreglu eins og þeir óskuðu eftir,“ segir í tilkynningu lögmanna tvímenninganna.

„Þeir hafna því með öllu að hafa brotið af sér og reikna með að málið verði fellt niður. Afstaða þeirra er því alveg óbreytt. Að öðru leyti vísast til fyrri yfirlýsinga þeirra en þeir munu ekki tjá sig frekar um málið að sinni,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Eggert Gunnþór Jónsson.
Eggert Gunnþór Jónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is