Pálmi Rafn ráðinn íþróttastjóri KR

Pálmi Rafn Pálmason í leik með KR síðasta sumar.
Pálmi Rafn Pálmason í leik með KR síðasta sumar. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki

Knattspyrnumaðurinn Pálmi Rafn Pálmason hefur verið ráðinn íþróttastjóri KR. Pálmi hefur leikið með KR frá árinu 2015 og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2019.

„Pálmi hefur yfirumsjón með öllu faglegu starfi félagsins, umsjón með fræðslu og forvarnarstarfi ásamt því að vinna náið með deildum félagsins að áframhaldandi uppbyggingu þeirra, skipulagi og framkvæmd,“ segir í frétt á heimasíðu félagsins.

Pálmi lék 21 af 22 leikjum KR í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og skoraði fjögur mörk. Hann hefur leikið 223 leiki í efstu deild hér á landi og skorað í þeim 54 mörk. Pálmi hefur einnig leikið með Völsungi, KA og Val á Íslandi ásamt því að hafa leikið með Stabæk og Lilleström í Noregi.

Þá gekk KR einnig frá ráðningu á Þórunni Hildu Jónasdóttur sem markaðs- og viðburðastjóra KR.

mbl.is