Finnur kominn aftur í Frostaskjólið

Finnur Tómas Pálmason í leik með 21-árs landsliðinu í lokakeppni …
Finnur Tómas Pálmason í leik með 21-árs landsliðinu í lokakeppni EM á síðasta ári. Ljósmynd/Szilvia Micheller

KR-ingar tilkynntu í dag að þeir hefðu samið við knattspyrnumanninn Finn Tómas Pálmason til næstu fjögurra ára.

KR seldi Finn til Norrköping í Svíþjóð á síðasta ári en fékk hann síðan lánaðan þaðan um sumarið. Hann rifti síðan samningi sínum við Norrköping á dögunum.

Finnur er tvítugur miðvörður og lék sinn fyrsta A-landsleik í gær þegar Ísland mætti Úganda í Tyrklandi. Hann hefur leikið níu leiki með 21-árs landsliðinu og 20 með yngri landsliðunum.

Þá á Finnur að baki 41 úrvalsdeildarleik með KR og hefur skorað eitt mark.

mbl.is