Eina spennan snýr að því hvort liðið falli eða ekki

„Erlendu leikmennirnir voru stundum að lenda um morguninn í Eyjum og spiluðu svo fyrsta leik í Íslandsmóti seinni partinn,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, fyrrverandi landsliðskona, þegar rætt var um ÍBV í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild kvenna í knattspyrnu sem hefst á þriðjudaginn.

Þær Harpa, Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, fyrrverandi markvörður KA/Þórs og ÍBV meðal annars, og Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Bestu markanna á Stöð 2 Sport, voru sérfræðingar þáttarins.

„Það er leiðinlegt að segja það en eina spennan hjá ÍBV er hvort liðið falli eða ekki og það er vegna þess að þær eru með nýtt lið á hverju einasta ári,“ sagði Bryndís Lára meðal annars.

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild kvenna og spá sérfræðinganna má nálgast með því að smella hér.

Eyjakonur höfnuðu í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.
Eyjakonur höfnuðu í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert