Grátlegt tap gegn Austurríki

Bergdís Sveinsdóttir skoraði glæsilegt mark í dag.
Bergdís Sveinsdóttir skoraði glæsilegt mark í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 16 ára og yngri mátti sætta sig við svekkjandi 2:3-tap gegn Austurrríki á UEFA-móti í Portúgal í dag.

Íslenska liðið tók forystuna á 16. mínútu þegar Sigdís Eva Bárðardóttir kláraði laglega í hægra hornið eftir að hafa tekið vel við boltanum.

Staðan því 1:0 í leikhléi, Íslandi í vil.

Eftir rétt rúmlega klukkutíma jöfnuðu Austurríkiskonur og á 73. mínútu náðu þær forystunni.

Skömmu síðar á 80. mínútu jafnaði Bergdís Sveinsdóttir metin með stórglæsilegu bylmingsskoti af löngu færi sem fór í þverslánna og inn.

Á 89. mínútu skoruðu Austurríkiskonur hins vegar sigurmarkið.

Í uppbótartíma fékk Lilja Karen Unnarsdóttir svo beint rautt spjald fyrir brot sem aftasti leikmaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert