Stjarnan upp fyrir Breiðablik

Katrín Ásbjörnsdóttir úr Stjörnunni og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir úr Selfossi …
Katrín Ásbjörnsdóttir úr Stjörnunni og Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir úr Selfossi í baráttunni í Garðabæ í kvöld. mbl.is/Eggert

Stjarnan vann sterkan 3:1 sigur á Selfoss í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í Garðabæ í kvöld. 

Markaskorarar Stjörnunar voru þær Heiða Ragney Viðarsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir. Mark Selfoss skoraði Miranda Nild. 

Stjarnan kemst í fjórða sætið með sigrinum í dag með tíu stig. Selfoss er í því þriðja með ellefu stig.

Stjarnan komst yfir á 18. mínútu þegar Betsy Hassett þræddi boltann í gegn á Heiðu Ragney sem kláraði virkilega vel í fjærhornið, 1:0 og heimakonur komnar yfir. 

Bæði lið fengu ágætis færi það sem eftir var af fyrri hálfleiknum en inn fór boltinn ekki og hálfleikstölur því 1:0 fyrir Stjörnunni. 

Miranda Nild jafnaði svo metin á 5. mínútu síðari hálfleiks þegar hún fékk sendingu inn fyrir frá Brenna Lovera og skallaði boltann glæsilega í stöngina og inn, 1:1. 

Jasmín Erla kom svo Stjörnunni aftur yfir á 65. mínútu með hnitmiðuðu skoti á markið sem fór framhjá Tiffany Sornpao eftir langa sókn Stjörnunar, 2:1. 

Katrín kláraði leikinn svo endanlega fyrir Stjörnuna á 88. mínútu eftir að hún fékk boltann inn í teig frá Sædísi Rún Heiðarsdóttur og setti hann hnitmiðað í fjærhornið, 3:1 og úrslitin ráðin.

Fleiri urðu mörkin ekki og því lokatölur 3:1. 

Stjarnan sækir Þrótt Reykjavík heim í næsta leik sínum. Selfoss fær KR í heimsókn.  

Stjarnan 3:1 Selfoss opna loka
90. mín. Leik lokið 3:1 sigur Stjörnunar ljós.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert