Óli Jó rekinn frá FH

Ólafur Jóhannesson.
Ólafur Jóhannesson. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Ólafi Jóhannessyni hefur verið sagt upp störfum sem aðalþjálfara FH eftir að liðið gerði 2:2-jafntefli gegn Leikni úr Reykjavík í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Sigurbirni Hreiðarssyni, aðstoðarþjálfara FH, var sömuleiðis sagt upp störfum.

Þetta kom fram í Stúkunni, uppgjörsþætti Stöðvar 2 Sport, rétt í þessu.

„Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er búið að reka Ólaf Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson frá FH. Þeir voru reknir í Kaplakrika strax eftir leik,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason þáttastjórnandi í upphafi þáttar í kvöld.

Bölvanlega hefur gengið hjá FH á tímabilinu og situr liðið í 9. sæti Bestu deildarinnar með aðeins 8 stig eftir níu leiki.

Uppfært kl. 22:50 FH hefur staðfest tíðindin á heimasíðu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert