Finnur og McLagan lengi frá

Úr leik liðanna í gær.
Úr leik liðanna í gær. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Finnur Tómas Pálmason, varnarmaður KR, gæti verið frá í tvo mánuði. Hann meiddist illa á æfingu í fyrradag og var því ekki með í 0:3 tapi gegn Víking úr Reykjavík í Bestu deildinni í fótbolta í gærkvöldi.

Rúnar Kristinsson sagði í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn í gær að það líti út fyrir að Finnur verði í burtu í 1-2 mánuði. 

Rúnar sagði:

„Það kemur í ljós eftir helgina. Hann fer í læknisskoðun á mánudaginn og myndatöku í kjölfarið, því hann er það bólginn núna að það er ekkert hægt að mynda hann. Það lítur allt út fyrir að hann verði frá í 1 - 2 mánuði.“

Finnur Tómas Pálmason númer 7.
Finnur Tómas Pálmason númer 7. mbl.is/Óttar Geirsson

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, greindi einnig frá því eftir leikinn í gær í viðtali við Fótbolta.net að Kyle McLagan, varnarmaður Víkings, væri líklegast viðbeinsbrotinn en hann meiddist til að fara af velli á 36. mínútu. 

Arnar sagði:

„Ég held að þetta hafi verið öxl í öxl, þetta er bara svekkjandi fyrir Kyle því það lítur út fyrir að hann sé viðbeinsbrotinn og missir því af öllum þessum leikjum sem framundan eru og svekkjandi fyrir okkur að missa hann úr hópnum.“

Kyle McLagan.
Kyle McLagan. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert