Vorum ekki eins örvæntingafullar

Ana Paula Santos Silva fagnar marki sínu fyrir Keflavík.
Ana Paula Santos Silva fagnar marki sínu fyrir Keflavík. mbl.is/Árni Sæberg

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur,“ sagði Ana Paula Santos Silva framherji Keflavíkur eftir 3:2 sigur á Aftureldingu þegar liðin mættust í 13. umferð efstu deildar kvenna, Bestu deildinni, í Mosfellsbænum í kvöld. 

„Við vissum að liðin væru frekar jöfn svo þetta yrði mikil barátta því hvorugt liðið vill vera á botni deildarinnar en við höfðum smá forskot með einu stigi meira sem gæti verið að við værum ekki eins örvæntingafullar.  Það sýndi sig og ég er ánægð með sigurinn, við börðumst vel og fundum leiðina að markinu sem var gott.  Nú er bara að einbeita sér að næsta leik,“  sagði Ana Paula eftir leikinn en hún skoraði fyrsta mark Keflvíkinga. 

Hún tekur undir að pressan hafi verið mikil í lokin.  „Vissulega var pressa á okkur í lokin, við gerðum breytingar í lokin og það breytir aðeins leik okkar auk þess að það var smá þreyta, eins og gerist.  Svo misstum við aðeins einbeitinguna í lokin og þær pressuðu okkur en við stóðumst hana.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert