Tvær bandarískar farnar frá Selfossi

Mallory Olsson er farin frá Selfossi.
Mallory Olsson er farin frá Selfossi. Ljósmynd/Selfoss

Bandarísku leikmennirnir Mallory Olsson og Amanda Leal munu ekki leika með kvennaliði Selfoss í knattspyrnu í sumar.

Sunnlenska.is greinir frá að leikmennirnir hafi snúið aftur til heimalandsins, en þær sömdu báðar við Selfoss í vetur. Olsson er framherji og Leal markvörður.

„Þegar við fáum leikmenn erlendis frá, þá er stundum ekki hægt að fá þá á reynslu. Þar af leiðandi eru fyrstu 2-3 vikurnar oft eins og reynslutímabil og í þessum tilvikum þá gekk þetta ekki upp.

Leal óskaði eftir því að losna undan samningi af persónulegum ástæðum og varðandi Olsson þá var komist að samkomulagi að segja upp samningnum hennar,“ sagði Jón Steindór Sveinsson, formaður knattspyrnudeildarinnar í samtali við sunnlenska.is.

mbl.is