Markið sem gulltryggði Íslandi sæti á HM (myndskeið)

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fallegt mark gegn Kósovó í október …
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fallegt mark gegn Kósovó í október 2017. Ljósmynd/KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands rifjaði í morgun upp augnablikið þegar Jóhann Berg Guðmundsson gulltryggði íslenska karlalandsliðinu sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins 2018 sem fram fór í Rússlandi.

Ísland tryggði sér sæti á HM með 2:0-sigri gegn Kósovó í I-riðli undankeppninnar í október 2017 á Laugardalsvelli en Jóhann Berg skoraði annað mark leiksins á 68. mínútu eftir að Gylfi Þór Sigurðsson hafði komið Íslandi yfir á 40. mínútu.

Með sigrinum tryggði Ísland sér efsta sæti riðilsins en Króatía hafnaði í öðru sætinu og þurfti að fara í umspil.

mbl.is