Það var mikilvægt að fá eitthvað út úr þessum leik

Caeley Lordemann í baráttunni við Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í leik …
Caeley Lordemann í baráttunni við Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í leik Stjörnunnar og ÍBV fyrr á tímabilinu. Kristinn Magnússon

Keflavík og ÍBV áttust við í kvöld og lauk leiknum með markalausu jafntefli í afar tíðindalitlum leik. Caeley Michael Lordemann segir jákvætt að hafa náð stigi á útivelli eftir tap í síðasta leik.

„Við töpuðum síðasta leik og því var mikilvægt að fá eitthvað út úr þessum leik. Við vorum því frekar varkárar í okkar leik. Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að ná að minnsta kosti stigi, sérstaklega á útivelli.”

Spurð út í hvað ÍBV þurfa að laga til þess að komast ofar á stigatöfluna:

„Við þurfum fyrst og fremst að skora mörk og laga spilið okkar á síðasta þriðjungi vallarins. Okkur vantar alltaf síðustu snertinguna og það er það sem við þurfum að laga,” sagði Lordemann að lokum í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert