Eiginkonan tók því alls ekki vel

Ívar Orri Kristjánsson.
Ívar Orri Kristjánsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn

„Ég þekki leikinn ágætlega og hef fylgst með honum lengi,“ sagði knattspyrnudómarinn Ívar Orri Kristjánsson, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins. 

Fótbolti yfirtekur heimilið

Ívar Orri dæmdi stórleikinn á Kópavogsvelli sem fram fór á föstudaginn síðasta en mikil umræða skapaðist um og eftir leikinn.

Margir hafa gripið til þess ráðs að saka dómara um að hafa aldrei spilað leikinn né horft á fótbolta, þegar mistök eiga sér stað.

„Eiginkonan tók því alls ekki vel þegar að við vorum sakaðir um að horfa aldrei á fótbolta,“ sagði Ívar Orri.

„Fótbolti yfirtekur heimilið oft og tíðum og það er ekkert annað í sjónvarpinu en fótbolti,“ sagði Ívar Orri meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert