Vilja Englendingar hefna sín á Íslendingum?

Gylfi Þór Sigurðsson og Wayne Rooney eigast við í leiknum …
Gylfi Þór Sigurðsson og Wayne Rooney eigast við í leiknum fræga í Nice. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ísland og England mætast í vináttulandsleik karla í fótbolta á Wembley 7. júní næstkomandi. Hópurinn fyrir leikinn við England og svo Holland í Rotterdam þremur dögum síðar var opinberaður í dag og við tilefnið sat Åge Hareide landsliðsþjálfari fyrir svörum á blaðamannafundi í dag.

Þar sagði Norðmaðurinn að bæði Englendingar og Hollendingar hefðu beðið Íslendinga um vináttuleiki, sem eru þeir síðustu áður en lokamót EM fer fram. Einn allra frægasti sigur íslenska landsliðsins frá upphafi kom gegn Englandi í Nice á lokamóti EM 2016 í Frakklandi.

„Ísland hefur unnið England áður og kannski vildu Englendingarnir fá tækifæri til að hefna sín. Þetta eru síðustu leikir liðanna fyrir EM og ég er ánægður að fá þessa leiki,“ sagði Hareide glaður í bragði á fundinum.

„Ég veit að þetta eru tveir erfiðir leikir en við fáum tækifæri til að vinna í sóknar- og varnarleiknum okkar sem er mikilvægt,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert