Bestur í sjöundu umferðinni

Danijel Dejan Djuric átti þessa djörfu tilraun til að ná …
Danijel Dejan Djuric átti þessa djörfu tilraun til að ná þrennu gegn Vestra þegar hann reyndi hjólhestaspyrnu í fyrri hálfleiknum. mbl.is/Eyþór Árnason

Danijel Dejan Djuric, sóknarmaður Víkings, var besti leikmaður sjöundu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Danijel átti mjög góðan leik, skoraði tvö mörk og var hársbreidd frá þrennu í fyrri hálfleik þegar Víkingur vann Vestra 4:1 í Laugardalnum á mánudaginn. Hann fékk tvö M fyrir frammistöðu sína.

Danijel er 21 árs gamall og ólst upp hjá Breiðabliki. Hann er af annarri kynslóð knattspyrnumanna frá gömlu Júgóslavíu en faðir hans, Dejan Djuric, kom til landsins árið 2005, þegar Danijel var tveggja ára, og lék með Hvöt og Tindastóli í 3. og 2. deild.

Þrjú ár í Midtjylland

Danijel fór 16 ára gamall til Midtjylland í Danmörku í ársbyrjun 2019 og lék þar með unglingaliðum í rúmlega þrjú ár en kom til liðs við Víking í júlí 2022 og hefur spilað með félaginu síðan. Þar hefur hann þegar unnið tvo bikarmeistaratitla og einn Íslandsmeistaratitil.

Nánar um Danijel í Morgunblaðinu í dag og þar er birt úrvalslið blaðsins úr sjöundu umferð Bestu deildar karla

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert