Holland og England báðu um að mæta Íslandi

Ísland fagnar frægum sigri á Hollandi í Amsterdam árið 2015.
Ísland fagnar frægum sigri á Hollandi í Amsterdam árið 2015. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta á tvö ærin verkefni fram undan en liðið mætir Englandi á Wembley 7. júní og svo Hollandi á De Kuip-vellinum í Rotterdam þremur dögum síðar.

Åge Hareide landsliðsþjálfari greindi frá að bæði Hollendingar og Englendingar hafi haft samband við Íslendinga af fyrra bragði og beðið um leikina.

„Ég er mjög ánægður með að Holland og England höfðu samband við okkur og vildu spila við okkur. Það er mikilvægt að Ísland er enn á kortinu hjá svona stórum þjóðum,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert