Mosfellingar enn í leit að fyrsta sigrinum

Elmar Kári Enesson Cogic jafnaði metin.
Elmar Kári Enesson Cogic jafnaði metin. mbl.is/Óttar

Afturelding og Grindavík skildu jöfn, 1:1, í 4. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu í Mosfellsbæ í dag. 

Afturelding er enn í leit að fyrsta sigrinum en liðið er í 11. sæti deildarinnar með tvö stig. Grindavík, sem hefur heldur ekki unnið leik, er í tíunda með þrjú. 

Dagur Ingi Hammer Gunnarsson kom Grindavík yfir á 55. mínútu en Elmar Kári Enesson Cogic jafnaði metin sex mínútum síðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert